spot_img
HomeFréttirÍsland mætir Slóvakíu í undankeppni EM kl. 16:00

Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM kl. 16:00

Ísland mætir Slóvakíu kl. 16:00 í dag í Laugardalshöllinni í undankeppni Evrópumótsins 2019. Leikurinn sá fyrri af tveimur, en komandi miðvikudag verður Bosnía í heimsókn í Laugardalshöllinni.

Í gær kynntu þjálfarar liðsins 12 manna leikmannahóp liðsins fyrir leikinn, en í honum er einn nýliði, Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni.

Leikurinn er sá fimmti sem Ísland leikur í riðlinum, en til þessa hefur þeim ekki tekist að ná í sigur.

Leikurinn verður í ebinni útsendingu á RÚV og hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði á vef körfuknattleikssambandsins.

 

Leikur dagsins:

Ísland Slóvakía – kl. 16:00 í Laugardalshöll

Fréttir
- Auglýsing -