spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland lýkur leik í undankeppni Eurobasket í dag - Leikið gegn ósigruðum...

Ísland lýkur leik í undankeppni Eurobasket í dag – Leikið gegn ósigruðum Slóvenum

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn annan leik í þessum landsliðsglugga í dag þegar liðið mætir Grikklandi. Landsliðsglugginn fer fram í Ljubljana í Slóveníu. Leikurinn er seinni af tveimur en liðið mætti Grikkjum síðasta fimmtudag.

Þetta eru síðustu leikir liðsins í A-riðli undankeppni Eurobasket sem fram fer síðar á þessu ári. Ísland hefur leikið fimm leiki í riðlinum og er án sigurs með sigahlufallið -144 stig. Liðið fer því pressulaust fyrir lokaleikinn.

Þessi lið mættust síðast í síðasta landsliðsglugga í nóvember á síðasta ári. Þá vann Slóvenía 36 stiga sigur. Liðið lék án Hildar Bjargar þá sem verður með liðinu í kvöld.

Landsliðshópinn í heild má finna hér.

Slóvenía er á toppi A-riðils og hafa unnið alla leiki sína. Liðið er þar með búið að tryggja sig inní lokamótið og hafa því ekki að neinu að keppa í kvöld. Íslenska liðið þarf að hafa miklar gætur á Evu Lisec sem leikur með Dinamo Kursk í Rússlandi og einnig í Euroleagur. Hún setti 23 stig í síðasta leik Slóveníu gegn Búlgaríu. Einnig er liðið með Nika Baric sem ekki lék með liðinu í síðasta glugga.

Leikurinn í dag hefst kl 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV. Útsending hefst kl 15:50.

Karfan mun fjalla um leikina sem framundan eru að bestu getu og eru viðtöl væntanleg eftir leik.

Fréttir
- Auglýsing -