spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland leikur við Slóveníu þrátt fyrir hávær mótmæli

Ísland leikur við Slóveníu þrátt fyrir hávær mótmæli

Ísland leikur í dag kl. 15:00 við Slóveníu í undankeppni EuroBasket 2021 í búbblunni í Grikklandi. Hingað til í mótinu hefur Slóvenía unnið báða leiki sína á meðan að Ísland hefur tapað báðum sínum.

Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði frá leiknum

Í samtali við Körfuna í morgun staðfesti fararstjóri liðsins og formaður KKÍ Hannes Jónsson að Covid-19 smit hefðu komið upp hjá öllum liðum búbblunnar nema Íslandi og hefði sambandið reynt allt sem það gat til þess að fá leiknum frestað vegna þess. Ekki aðeins var um smit að ræða hjá Slóveníu, því einnig hefðu smit greinst hjá mótherjum Íslands á laugardag Búlgaríu, sem og hjá heimakonum í Grikklandi.

Sagði Hannes enn frekar að útséð væri með það og að skipulagi leikjanna yrði ekki breytt þrátt fyrir þessu miklu mótmæli, sem að ekki aðeins KKÍ, heldur ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld á Íslandi höfðu uppi varðandi þennan glugga undankeppninnar.

Leikurinn verður í beinni hjá RÚV, en útsendingin mun hefjast kl. 14:50.

Fréttir
- Auglýsing -