Lokamót Evrópukeppni lögregreglulandsliða fer fram þessa dagana í Limoges, Frakklandi.
Tveir riðlar eru á mótinu þar sem að í A riðli eru með Íslandi lið Frakklands, Litháen og Lúxemborg. Í hinum riðlinum, B, eru Þýskaland, Grikkland, Belgía og Ítalía.
Lið Íslands skipað lögreglumönnum m.a. frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Reykjavík, Suðurlandi, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóra. Þjálfarar eru þeir Jón Þór Eyþórsson, Stykkishólmi og Ólafur Örvar Ólafsson, Keflavík.
Hér fyrir neðan má sjá dagbókarfærslu fjórða leikdags frá þjálfurum liðsins:
25.06.2022
Leikur um 7 sætið, Ítalir sigra Luxemborg auðveldlega. Frakkar sigra Belga létt og taka 5 sætið.
Fyrri undanúrslitaleikurinn var á milli Litháa og Grikkja, hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Litháar yfir í hálfleik, leiða með 7 stigum. Grikkirnir mæta trylltir í seinni hálfleikinn og keyra yfir Litháana. Fór svo að Grikkir sigruðu leikinn 87-73. Magnaður seinni hálfleikur hjá Grikkjum.
Seinni undanúrslitaleikurinn var á milli Þýskalands og Íslands, mikil spenna í mönnum. Í liði Þjóðverja eru 3 leikmenn langt yfir tvo metrana og einn af þeim næstum þrír metrar á hæð. Sá gæi með leiki úr Euro-league á bakinu. Aðrir úr liðinu með leiki skránni úr efstu deildum Þýskalands.
Þjóðverjar leiða með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 24-23. Ísland komið i villuvandræði strax, dómaratríóið ekki tilbúið að leyfa okkur að berja á þýska stálinu. Við þjálfarar vægast sagt ósáttir með dómarana en það þýðir lítið að væla yfir því. Þjóðverjar auka við forskot sitt í öðrum leikhluta og leiða í hálfleik 54-40. Magni Hafsteins kominn a bekkinn, laskaður í hnénu gamli kallinn. Aðrir lykilmenn komnir í blússandi villuvandræði. Þjóðverjar nýta sér að Magni gat ekki spilað og keyra inn í teig hjá okkur trekk í trekk. Leiða eftir þrjá leikhluta 81-53. Sigra svo að lokum örugglega og mæta Grikkjum í úrslitaleik.
Einn af ljósu punktunum í okkar leik var þegar Unnar þór Bjarnason skellti einum þrist ofaní og fagnaði eins og kóngur, kom muninum niður 29 stig.
Níels Páll Dungal hafði það á orði eftir leik að hann myndi sko sýna þessum Þýskalandsbangsum where David bougt the beer á lokahófinu.
Þýskaland og Grikkland voru saman í A riðli, þar sigruði Þýskaland eftir hörkuleik. Úrslitaleikurinn verður hörkurimma, Þýska stálið gegn Grísku guðunum.
Eftir leik var grenjað í koddan í nokkrar mínútur en svo var byrjað að tjasla mönnum saman, Magnús Pálsson, Andrés Kristleifsson, Níels Páll og Magni Hafsteins allir eitthvað að skæla. Því miður fyrir Ísland þá verður Magni ekki með líklega í leiknum um 3 sætið gegn Litháum.
Um kvöldið var svo gengið til samninga, Hannes Ingi er búinn að sjá ljósið, hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflavík og skrifaði hann undir 7 ára samning við stórveldið á Suðurnesjunum.
Orðið a götunni segir að Njarðvík hafi sett sig í samband við Magnús Pálsson og boðið honum samning, þar sem hann myndi þá spila með bróður sínum. Magnús sem er mikill fjölskyldumaður mun hafa neitað því tilboði þar sem Njarðvík neitaði kröfu Magnúsar um að faðir þeirra, Palli Briem yrði þá þjalfari liðsins.