Eins og komið hefur fram síðustu daga féll Ísland úr leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2019 eftir tap gegn Búlgaríu og Finnlandi í síðasta glugga undankeppninnar. Það þýðir að Ísland mun leika í annari umferð forkeppni Evrópumótsins sem fram fer 2021.
Liðin sem enduðu í neðsta sæti riðilsins í undankeppni HM eru komin í þessa aðra umferð undankeppninar fyrir Eurobasket 2021. Ásamt liðunum sem komust uppúr fyrstu umferðinni. Í þessari annari umferð undankeppninnar eru fjórir riðlar sem innihalda þrjú lið.
Sigurliðið úr þessum riðlum fer beint áfram í undankeppnina. Liðin sem enda í öðru og þriðja sæti fara áfram í þriðju umferð og fá þar loka séns á að komast í undankeppnina sem hefst í september 2019.
Þessi önnur umferð undankeppninar fer fram í þremur gluggum næsta árið, þ.e. september 2018, nóvember 2018 og febrúar 2019. Með Íslandi í riðli eru Belgía og Portúgal. Belgía endaði líka neðst í sínum riðli í undankeppni HM en Portúgal kemur uppúr fyrstu umferð undankeppni Eurobasket.
Leikir Íslands í annari umferð undankeppni Eurobasket 2021 eru eftirfarandi:
Portúgal – Ísland 16. september 2018
Ísland – Belgía 29. nóvember 2018
Ísland – Portúgal 21. febrúar 2019
Belgía – Ísland 24. febrúar 2019