Íslenska kvennalandsliðið mátti þola tap í dag fyrir heimakonum í æfingaleik í Södertalje í Svíþjóð.
Sænska liðið var með forystuna allan tímann í leik dagsins. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 13 stigum, 28-15 og þegar í hálfleik var komið var munurinn 12 stig, 41-29. Í seinni hálfleiknum bætir sænska liðið svo enn í og eru þær komnar með 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 61-36. Að lokum vinna þær leikinn svo með 29 stigum, 78-49.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Thelma Dís Ágústsdóttir með 12 stig og 3 fráköst. Þá skilaði Birna Valgerður Benónýsdóttir 8 stigum, 2 fráköstum, Sólrún Inga Gísladóttir var með 6 stig, 2 fráköst, 2 stoðsendingar og Ásta Júlía Grímsdóttir 4 stig, 7 fráköst og 2 varin skot.
Ísland mun á morgun leika seinni æfingaleikinn gegn Svíþjóð kl. 16:00.
Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir komandi verkefni.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil