spot_img
HomeFréttirÍsland laut í lægra haldi gegn Úkraínu

Ísland laut í lægra haldi gegn Úkraínu

Undir 20 ára lið kvenna mátti þola tap í dag gegn Úkraínu á Evrópumótinu í Búlgaríu, 69-53. Liðið hefur því unnið einn leik og tapað einum, en á morgun kl. 15:00 leika þær gegn heimakonum í Búlgaríu.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Sara Líf Boama með 9 stig, 11 fráköst og Hekla Eik Nökkvadóttir með 14 stig og 2 fráköst.

Leikur morgundagsins gegn Búlgaríu er síðasti leikur Íslands í riðlakeppni mótsins og mun sigurvegari viðureignarinnar tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum mótsins.

Tölfræði leiks

Upptaka af leik:

Fréttir
- Auglýsing -