spot_img
HomeFréttirÍsland laut í lægra haldi gegn Slóvakíu - Leika um 7.-8. sæti...

Ísland laut í lægra haldi gegn Slóvakíu – Leika um 7.-8. sæti Evrópumótsins í Sófíu

Ísland mætti Slóvakíu í leik um 5. – 8. sæti í dag.

Leikurinn fór illa af stað fyrir Íslenska liðið en Slóvenska liðið komst í 8-0 í byrjun leiks og þurfti Benni þjálfari að taka leikhlé. Það tók stelpurnar okkur langan tíma að skora eitthvað af stigum. Þær fengu mjög góð skot en eins og í síðustu leikjum vildi boltinn ekki ofan í körfuna. Það var þó vörnin sem hélt okkur inn í leiknum. Staðan í hálfleik var 21-27. Vanalega hefði það verið nóg fyrir þetta lið að halda andstæðingnum í 27 stigum í hálfleik og vera þá með 10-15 stiga forskot.

Seinni háfleikur voru litlar breytingar. Hefði ekkki þurft að detta nema eitt og eitt skot þá hefði leikurinn snúist. Það reyndar gerðist ekki en vörnin þeim inn í baráttunni. Stelpurnar eigðu þó möguleika að klára þetta í lokin en það datt ekki með þeim. Nokkrar mjög slæmar ákvarðanir komu sem útilokuðu alvöru atlögu að þessum sigri. Lokatölur 55 – 50 Slóvakíu í vil.

Liðið var ekki að spila slæman sóknarleik en ákvarðanatökur voru á köflum alveg galnar og svo hittu þær mjög illa. Erfitt að setja eitthvað út á að skotin séu ekki að detta en mögulega er það einhver andlegur partur þar sem þeim finnst þær pottþétt hafa átt að vinna bæði leikinn í dag og í gær. 

Atkvæðamestar í liði Íslands: Heiður með 7 stig og 16 fráköst, Emma 11/5, Sara 6 stig, 14, fráköst og 6 stoðsendingar.

Lokaleikurinn er gegn heimastúlkum í Búlgaríu í leik um 7. sætið kl 10:30 hérna en 7:30 á Íslenskum tíma.

Tölfræði leiks

Umfjöllun, viðtöl / Hákon Hjartar

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -