spot_img
HomeFréttirÍsland laut í lægra haldi gegn Króatíu - Leika í 8 liða...

Ísland laut í lægra haldi gegn Króatíu – Leika í 8 liða úrslitum á föstudag

Ísland mætti gríðar sterku liði Króatíu í úrslitaleik riðilsins í dag. Það var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Króatískaliðið mætti tilbúið til leiks og lét finna vel fyrir sér. Staðan í hálfleik var 15-57 Króatíu í vil. Okkar stelpur voru langt frá því að vera tilbúnar í þessa ákefð sem Króatía kom með inn í leikinn.

Leikurinn hélt uppteknum hætti í 3. Leikhluta og héldu þærKróatísku áfram að auka forskotið. Ísland náði að hægjaaðeins á þeim í 4. leikhluta en Króatía landaði öruggum 67 stiga sigri 39 – 106. Verð nú samt að vera hreinskilinn meðþað að þetta er langt frá því að vera munruinn á þessum liðumen ætla þó ekki að taka nokkurn skapaðan hlut af þessuKróatíska liði. Íslenska liðið getur bara miklu betur. 

Stelpurnar okkar voru litlar í sér á stórum köflum í leiknum ogáttu erfitt með setja upp sóknina. Töpuðu alltof mörgumboltum og hittu illa. Áttu þó eina og eina góða sókn inn á milli. Þá þekkti maður þetta flotta lið. Þær voru langt frámönnunum sínum varnarlega og þorðu ekki að klukka þæralmennilega. Það er alltaf mjög vont að ná svona fáumstoppum því þá verður pressan á sókninni meiri.  

Núna þarf liðið að ýta þessum leik frá sér, hreinsa hugann ogvera klárar í 8 liða úrslitin á föstudaginn. Það kemur í ljósseint í kvöld hverjar verða mótherjar íslenska liðsins en þærmæta sigurverara úr leik Írlands og Bosníu.

Atkvæðamestar voru: Agnes 10 stig, Hildur Björk 8 stig og Fjóla Gerður 6 stig.

Næsti leikur á föstudaginn. Fylgist með

Áfram Ísland !!!!

Tölfræði leiks


Umfjöllun, viðtöl / Hákon Hjartar

Fréttir
- Auglýsing -