Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í framlengdum leik í morgun gegn Eistlandi í leik upp á þriðja sæti Norðurlandamótsins í Södertalje, 63-61. Ísland hafnar því í fjórða sæti mótsins, en Svíþjóð og Finnland leika um efsta sætið nú í hádeginu, Eistland hafnaði í þriðja sætinu, Noregur í fimmta sæti og Danmörk rak lestina með engan sigur í 6. sæti mótsins.
Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Emma Hrönn Hákonardóttir með 25 stig, Sara Líf Boama skilaði 13 stigum og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir var með 15 stig.
Næst á dagskrá hjá liðinu er b deild Evrópumótsins, þar sem liðið mun ferðast til Búlgaríu og hefja leik þann 30. júní.