Undir 16 ára lið stúlkna vann sinn annan leik í röð á Evrópumótinu í Svartfjallalandi í da er liðið lagði Úkraínu, 51-44.
Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Dzana Crnac með 13 stig, 8 fráköst, Anna María Magnúsdóttir með 9 stig, 8 fráköst og Ísold Sævarsdóttir með 7 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.
Ísland hefur því unnið tvo leiki í röð núna eftir að hafa tapað fyrsta leik mótsins. Sem stendur eru þær í efsta sæti riðils síns, en þurfa líklega sigur gegn Ísrael komandi mánudag til þess að gulltryggja sig áfram í átta liða úrslit mótsins.