spot_img
HomeFréttirÍsland lagði Danmörku örugglega á Evrópumótinu í Búlgaríu

Ísland lagði Danmörku örugglega á Evrópumótinu í Búlgaríu

Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði frændur vora Dani nokkuð örugglega í dag í umspili um sæti 9-18 á Evrópumótinu í Búlgaríu.

Íslenska liðið hafði góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. Leiða með 11 stigum í hálfleik, 32-21 og vinna að lokum með 32 stigum, 67-35.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 16 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Henni næst var Sara Líf Boama með 4 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Ísland er því í efsta sæti umspils riðils síns með 3 sigra og ekkert tap, en næsti leikur þeirra er kl. 17:30 á morgun gegn Írlandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -