spot_img
HomeFréttirÍsland í þrettánda sæti á EM eftir öruggan sigur gegn Austurríki

Ísland í þrettánda sæti á EM eftir öruggan sigur gegn Austurríki

Undir 16 ára drengjalið Íslands lauk leik í dag á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu í dag með sigri gegn Austurríki í leik upp á 13. sæti mótsins, 76-65.

Ísland var með forystu í leik dagsins frá upphafi til enda. Eftir fyrsta fjórðung leiddu þeir með 19 stigum og í hálfleik með 13 stigum. Í seinni hálfleiknum gera þeir svo vel í að halda forskoti sínu, halda henni mest megnis í kringum tveggja stafa tölu og vinna leikinn að lokum með 11 stigum.

Atkvæðamestur í liði Íslands í dag var Leó Steinsen með 14 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Honum næstur var Marínó Oddgeirsson með 14 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -