Nú kl. 09:00 var dregið í undankeppni EuroBasket kvenna 2023 í höfuðstöðvum FIBA Europe í Munchen í Þýskalandi. Bein útsending var frá dráttinum hér, en Ísland var í 8. styrkleikaflokki.

Drátturinn fór þannig að Ísland mun verða í riðli með Spáni, Ungverjalandi og Rúmeníu.
Undankeppnin verður leikin í þremur gluggum 11.-14. nóvember 2021, 24.-27. nóvember 2022 og 24.-27. febrúar 2023.