spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland í riðli með Grikklandi, Slóveníu og Búlgaríu í búbblunni í Heraklion

Ísland í riðli með Grikklandi, Slóveníu og Búlgaríu í búbblunni í Heraklion

Íslenska kvennalandsliðið mun dagana 8.-15. nóvember næstkomandi leika í undankeppni EuroBasket, en lokamótið mun fara fram á næsta ári.

Skiptingu í riðla má sjá hér fyrir neðan, en undankeppnin verður leikin á 6 mismunandi stöðum í 9 mismunandi búbblum vegna ástands Covid-19 farsóttarinnar. Leikið verður í Heraklion í Grikklandi, Sarajevo í Bosníu, Ríga í Lettlandi, Istanbul í Tyrklandi, Odivelas í Portúgal og Amsterdam í Hollandi.

Líkt og sjá má hér fyrir neðan leikur íslenska liðið í Heraklion í nokkuð sterkum riðli með heimakonum í Grikklandi, Slóveníu og Búlgaríu.

Öll eru liðin fyrir ofan Ísland á Evrópulista FIBA. Þar er Ísland í 33. sæti, Búlgaría í 28. sæti, Slóvenía í 20. sæti of Grikkland í 8. sæti.

Hérna er meira um mótið

Fréttir
- Auglýsing -