spot_img
HomeFréttirÍsland í góðri stöðu eftir fyrstu þrjá leiki Evrópumótsins - Lögðu Rúmeníu...

Ísland í góðri stöðu eftir fyrstu þrjá leiki Evrópumótsins – Lögðu Rúmeníu örugglega

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Rúmeníu rétt í þessu á Evrópumótinu í Georgíu, 93-67. Liðið er því komið með tvo sigra og eitt tap það sem af er móti, en þeir hafa nú unnið síðustu tvo leiki eftir að hafa tapað naumlega á fyrsta degi. Með sigrinum færist liðið upp í annað sæti riðils síns á mótinu.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Orri Gunnarsson með 22 stig og Þorvaldur Orri Árnason með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.

Næsti leikur Íslands á mótinu er komandi þriðjudag 19. júlí gegn Lúxemborg, en það verður lokaleikur þeirra í riðlakeppni mótsins þetta árið.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -