spot_img
HomeFréttirÍsland í fjórða sæti eftir tap gegn Bosníu

Ísland í fjórða sæti eftir tap gegn Bosníu

Íslenska U18 landslið kvenna lauk í dag keppni í B-deild evrópumótsins eftir stórt tap gegn Bosníu í úrslitaleik um þriðja sætið á mótinu.

 

Íslensku stelpurnar fóru frábærlega af stað og voru með sex stiga forystu að loknum fyrsta fjórðung. Annar leikhluti var vendipunktur leiksins en þá setti Bosnía 32 stig og komust tólf stigum yfir fyrir hálfleik.

 

Má vera að hitinn í húsinu hafi orðið erfiðari eftir því sem leið á leikinn en húsið sem spilað er í er án loftkælingu og var hitinn í Sarajevo í dag yfir 30 gráður. Íslenska liðið barðist hetjulega til loka leiksins en Bosníu liðið var hreinlega of sterkt í dag.

 

Munurinn var of mikill þegar haldið var í loka fjórðunginn og sigraði Bosnía að lokum 82-63 sigur og endar því í þriðja sæti á þessu gríðarsterka móti.

 

Melisa Brcaninovic var klárlega leikmaður leiksins en hún daðraði við þrennuna með 30 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og var gjörsamlega óstöðvandi í leiknum.

 

Hjá Íslandi var Thelma Dís Ágústsdóttir stigahæst með 16 stig en Þóranna Hodge-Carr var með 11 stig. Heilt yfir vantaði framlag frá fleiri leikmönnum og lykilleikmenn áttu ekki sinn besta dag í hitanum.

 

Fjórða sætið þýðir að liðið spilar aftur í B-deild evrópumótsins að ári en stelpurnar geta klárlega byggt á þessum árangri. Íslenska liðið hefur unnið sterka andstæðinga og sýnt stórfína frammistöðu á mótinu og geta gengið beinar í baki frá þessu móti.

 

Tölfræði leiksins

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -