Undir 20 ára kvennalið Íslands tryggði sig áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins í Sófíu með sigri gegn heimakonum í Búlgaríu í dag, 71-61. Íslenska liðið hafnaði því í öðru sæti B riðils og mun næst leika í í milliriðil efstu átta liða mótsins.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Jana Falsdóttir með 16 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Agnes María Svansdóttir með 16 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar og Eva Wium Elíasdóttir bætti við 13 stigum og 4 fráköstum.
Upptaka af leiknum: