spot_img
HomeFréttirÍsland í átta liða úrslit

Ísland í átta liða úrslit

Íslenska U18 landslið kvenna er komið í átta liða úrslit í B-deild evrópumótsins sem fram fer í Bosínu. Þetta var tryggt með góðum sigri á finnum fyrr í dag.

 

Þriðji leikur Íslands á EM fór fram í gær við gestgjafana í Bosníu sem mættu sterkt til leiks og byrjuðu leikinn mun betur og var staðan 42 – 35 fyrir Bosniu í hálfleik.  

 

Í seinni hálfleik hélt Ísland áfram að elta  Þær náðu þó að saxa niður forskotið og komast inn í leikinn en þá svöruðu þær bosninsku alltaf og sigruðu leikinn 88 – 72

 

Lokaleikur riðilsins var svo gegn Finnlandi en leikurinn var algjör úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum mótsins.

 

Ísland var með yfirhöndina allan leikinn og mætti liðið ákaflega ákveðið og sterkt til leiks. Staðan í hálfleik var 45-29 fyrir okkar stúlkum og leikurinn algjörlega í þeirra höndum.

 

Finnar náðu aðeins að saxa á forskotið þegar leið á fjórða leikhluta og munaði litlu að smá spenna hefði komist í leikinn undir lokinn. Íslenska liðið sýndi mikinn styrk að klára leikinn sterkt og vinna Finnland að lokum 81-73.

 

Sylvía Rún Hálfdánardóttir átti gjörsamlega magnaðan leik í dag og var með 28 stig, 20 fráköst og bætti við sitthvorum fimm stolnum boltum og stoðsendingum. Einnig voru þær Elín Sóley og Emelía Gunnarsdóttir sterkar en allt liðið spilaði frábærlega.

 

Með sigrinum endaði Ísland í öðru sæti í riðlinum á eftir Bosníu og er þar með komið í átta liða úrslit. Líklegt er að andstæðingur Íslands verði Hvíta-Rússland eða Úkraína en liðin mætast í dag í úrslitaleik um sigur í B-riðli. Leikurinn fer fram föstudaginn 29. júlí.

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -