spot_img
HomeFréttirÍsland í 14. sæti Evrópumótsins í Konya

Ísland í 14. sæti Evrópumótsins í Konya

Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Bosníu og Hersegóvínu á Evrópumótinu í Konya í Tyrklandi í dag. Leikurinn var lokaleikur liðsins á mótinu, en niðurstaðan að lokum var fjórtánda sætið.

Segja má að erfiður fjórði leikhluti hafi orðið íslenska liðinu að falli í dag. Í upphafi leiks leiddu þær og munaði aðeins stigi á liðunum í hálfleik. Ísland átti svo nokkuð góðan þriðja leikhluta og voru þær 5 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Honum tapa þær svo með 17 stigum og leiknum því með 11 stigum, 72-83.

Sara Logadóttir var atkvæðamest fyrir Ísland í dag með 17 stig og 4 fráköst. Þá skilaði Þóey Þorleifsdóttir 14 stigum, 5 fráköstum og Rebekka Steingrímsdóttir 15 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -