spot_img
HomeFréttirÍsland hóf leik með tapi gegn Portúgal

Ísland hóf leik með tapi gegn Portúgal

Undir 18 ára landslið stúlkna hóf leik í B-deild Evrópumótsins í dag með tapi gegn sterku liði Portúgals, 80-51. Ísland leikur í C-riðli mótsins. 

 

Ísland lenti strax í upphafi í kröppum dansi og var tuttugu stigum undir eftir fyrri hálfleik. Liðið barðist hetjulega í seinni hálfleik en munurinn á liðunum einfaldlega of mikill í dag. Lokastaðan því 80-51 tap í fyrsta leik mótsins. 

 

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst hjá Íslandi með tólf stig og bætti við það sex fráköstum. Anna Ingunn Svansdóttir var með tíu stig í leiknum. 

 

Íslenska liðið mætir Georgíu á morgun í öðrum leik mótsins. Leikurinn hefst kl 18:15 að Íslenskum tíma. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

Fréttir
- Auglýsing -