spot_img
HomeFréttirÍsland hefur leik á morgun á Evrópumótinu í Makedóníu - Ein breyting...

Ísland hefur leik á morgun á Evrópumótinu í Makedóníu – Ein breyting á liðinu frá Norðurlandamótinu

Undir 18 ára drengjalið Íslands mun á morgun föstudag 26. júlí hefja leik á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu. Fyrtsi leikur Íslands er kl. 14:00 gegn Sviss, en mótið mun standa til 4. ágúst.

22 þjóðir taka þátt í þessari B-deild í fjórum riðlum, Ísland eru í riðli með Eistlandi, Sviss, Póllandi, Ungverjalandi og Kosovo. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1-8, 9-16 og 17-22. 45 þjóðir taka þátt í U18 EuroBasket drengja , 16 þjóðir er í A-deild,  22 þjóðir í B-deild og 7 þjóðir í C-deild.

Líkt og með önnur Evrópumót á vegum FIBA verður beint vefstreymi frá leikjunum ásamt lifandi tölfræði, en heimasíða mótsins er hér. Myndir og fréttir frá liðinu munu einnig koma á samfélagsmiðla KKÍ á meðan mótinu stendur.

Lárus Jónsson þjálfari liðsins hafði þetta að segja:

“Undirbúningur hefur gengið ágætlega fyrir EM þar sem það var góður stígandi í liðinu á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Við gerðum eina breytingu á hópnum þar sem Logi Guðmundsson kemur inn fyrir Arnór Helgason sem hefur átt við meiðsli að stríða. Við notuðum NM til þess að verða betri sem lið og nú fáum við að sjá hvernig liðið smellur saman í Skopje. 

Það er erfitt að segja til um hvar við stöndum miðað við hinar þjóðirnar en við teljum en við teljum okkur vera jafnoka Eista sem við vorum í hörku leik við á Norðurlandamótinu, aðrar þjóðir höfum við ekki séð spila. Fyrsti leikurinn okkar er 26. júlí á móti Sviss sem eru með okkur í riðli ásamt Eistum, Kosovo, Póllandi og Ungverjalandi.” 

Hópur Íslands:

Ásmundur Múli Ármansson – Stjarnan

Birgir Leó Halldórsson – Sindri

Birkir Hrafn Eyþórsson – Selfoss

Frosti Valgarðsson – Haukar

Kristófer Breki Björgvinsson – Haukar

Lars Erik Bragason – KR

Logi Guðmundsson – Breiðablik

Lúkas Aron Stefánsson – ÍR

Magnús Dagur Svansson – ÍR

Stefán Orri Davíðsson – ÍR

Thor Grissom – Colony High School, USA

Viktor Jónas Lúðvíksson – Münster, Þýskaland

Þjálfari: Lárus Jónsson

Aðstoðarþjálfari: Ísak Máni Wium

Aðstoðarþjálfari: Friðrik Hrafn Jóhannsson

Sjúkraþjálfari: Alex Már Bjarkason

Fréttir
- Auglýsing -