spot_img
HomeFréttirÍsland getur náð þriðja sætinu

Ísland getur náð þriðja sætinu

20:00

{mosimage}

Benjamin Ortner er stigahæstur Austurríkismanna í Evrópukeppninni 

Á sama tíma og Íslendingar unnu glæsilegan sigur á Georgíumönnum í gær fór fram annar leikur í C riðlinum. Austurríkismenn tóku á móti Lúxemborgurum og sigruðu auðveldlega 79-46.

 

Austurríkismenn hafa þar með unnið 3 af 7 leikjum sínum í riðlinum og eiga einungis eftir að mæta Íslendingum á Íslandi. Ísland hefur leikið einum leik minna og hefur unnið 2 af 6 leikjum sínum og eiga eftir að mæta Lúxemborg á útivelli og Austurríki heima.  

Sigur í báðum leikjum færir Ísland í þriðja sætið með 12 stig. 

Þá er keppni einnig í fullum gangi í A og B riðli. Í A riðli hafa Rúmenar unnið alla leiki sína en Svisslendingar fylgja þeim fast að baki og geta Svisslendingar komist áfram með 10 stiga sigri í leik liðanna 5. september. 

Í B riðli er allt í járnum, Hollendar léku vel í fyrrahaust og töpuðu einungist 1 leik, í haust hefur aftur á móti allt gengið á afturfótunum hjá þeim og þeir tapað 2 af 3 leikjum sínum og eiga aðeins eftir að leika við Albani sem hafa tapað öllum leikjum sínum. Slóvakar hafa einnig tapað 3 af 7 leikjum og eiga eftir að taka á móti Hvít – Rússum sem hafa tapað 2 af 6 leikjum, Hvít – Rússar eiga einnig eftir að mæta Bretum á heimavelli. Bretar eru einmitt fjórða liðið sem er í baráttunni, hefur tapað 2 af 6 leikjum sínum. Þeir eiga eftir að taka á móti Albönum auk leiksins í Hvíta – Rússlandi. Sannarlega allt opið þarna. 

[email protected] 

Mynd: Christian Novak

Fréttir
- Auglýsing -