Eftir tapið gegn Belgíu er Ísland ekki meðal þeirra þjóða sem komast inná Eurobasket 2017. Leikið er í sjö riðlum og komast efstu liðin í riðlunum beint áfram á móti.
Einnig komast fjögur lið sem hafa besta árangurinn í öðru sæti riðlana áfram og getur því munað um stigamun á liðunum þegar uppi er staðið.
Belgía er í efsta sæti og Ísland í öðru. Eftir sigur Kýpur á Sviss þá er Kýpur í þriðja sæti og vegna þess að í einum riðlum í keppninni eru þrjú lið falla niður úrslitin gegn neðsta liðinu hjá þeim sem eru í fjögurra liða riðli við útreikninginn.
Þess vegna er ekki talið með 16 stiga sigurinn á Sviss í Laugardalshöllinni en vegna 15 stiga taps í Belgíu og 11 stiga sigur gegn Kýpur er stigamunurinn -4 hjá Íslandi.
Það setur Ísland með sjötta besta árangurinn í öðru sæti en einungis fimm stigum frá liðinu með fjórða besta árangurinn.
Tekið skal fram að mótið er einungis hálfnað og eru tveir heimaleikir Íslands í seini umferðinni. Möguleikarnir eru því enþá miklir en líklegt er að stórir sigrar gegn Sviss og/eða Kýpur í seinni umferðinni séu mikilvægir.