Leikur Íslands og Bretlands í undankeppni Evrópmótsins 2015 verður í beinni útsendingu á RÚV á sunnudagskvöld. Útsending hefst kl. 18.50 á íþróttarásinni og verður allur leikurinn sýndur þar. Kl. 19.30 hefst svo útsending á aðalrás RÚV þar sem seinni hálfleikurinn verður sýndur.
Leikurinn hefst kl. 19.00 og er miðasala í gangi á Miði.is.
Fjölmennum í Höllina – Áfram Ísland
Mynd/ Jón Björn: Finnur Freyr annar tveggja aðstoðarlandsliðsþjálfara fer yfir málin á æfingu landsliðsins í gær. Ragnar Ágúst Nathanaelsson fylgist með.