Eins og glöggir áhorfendur leiks Íslands og Bosníu í Höllinni á miðvikudaginn sl. sáu eflaust, þá var undirritaður upptekinn við að festa herlegheitin á “filmu” með forláta RED ONE myndbandsupptökuvél sem hönnuð er til að skjóta bíómyndir. Hér er smá forsmekkur af afrakstrinum í samantekt á tilþrifum strákanna í upphitun leiksins.
Myndbandið er í Full HD 1080 punkta upplausn og best að horfa á það á þeirri stillingu þar sem það er hægt.
Njótið.
Ljósmynd: Þorsteinn Eyþórsson