Íslenska karlalandsliðið mætir Ungverjalandi úti og Tyrklandi heima nú í lok vikunnar í lokaleikjum sínum í undankeppni EuroBasket 2025.
Fyrir leikina er Ísland í nokkuð góðri stöðu, en með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir Ísland sig á lokamótið.
13 leikmanna hópur Íslands fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket
Reyndar þarf það ekki að vera svo að Ísland verði að vinna annan hvorn leikinn, þar sem þeir eru tveimur sigurleikjum fyrir ofan Ungverjaland í riðil þar sem Ítalía og Tyrkland hafa þegar tryggt sig áfram. Því dugir Íslandi í allra versta falli eitt af eftirfarandi til að fara áfram, að vinna eða tapa með allt að 4 stigum fyrir Ungverjalandi í fyrri leiknum, vinna Tyrkland heima, eða að Ungverjaland vinni ekki báða leiki sína í þessum lokaglugga, en síðasti leikur þeirra er gegn Ítalíu.
Vefmiðill FIBA gaf á dögunum út kraftröðun liða Evrópu fyrir þennan lokaglugga undankeppninnar. Þar er Serbía í efsta sæti, Frakkland öðru og Grikkland er í því þriðja. Ísland er í 18. sæti listans. Í 29. sætinu er Ungverjaland og öllu ofar í 5. sætinu er Tyrkland.