spot_img
HomeFréttirÍsland án sigurs í riðlakeppninni - Ítalir of stórir

Ísland án sigurs í riðlakeppninni – Ítalir of stórir

Undir 20 ára lið Íslands tapaði rétt í þessu fyrir Ítalíu, 56-81 í A deild Evrópumótsins í Chemnitz í Þýskalandi. Ísland hefur því tapað þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og endar því í neðsta sæti D-riðils.

 

Ísland fór hægt af stað og setti einungis ellefu stig í fyrsta leikhluta. Varnarlega gekk liðinu ákaflega illa að stöðva stóra og sterka Ítala. Liðinu tókst ekki að komast aftur inní leikinn og þrátt fyrir ljómandi lokafjórðung var stórt tap staðreynd. 

 

Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Jón Arnór Sverrisson með 11 stig og 3 stoðsendingar á um 16 mínútum spiluðum. Lykilleikmenn Íslands náðu sér engan vegin á strik í leiknum og þurfa að stíga upp í útsláttarkeppninni.

 

Öll lið fara áfram úr riðlunum í 16 liða úrslitin en staðan í riðlakeppninni ákvarðar hverjir mótherjarnir verða í næstu umferð. Ísland endaði í neðsta sæti D-riðils og mætir því liðinu sem vinnur C-riðil á miðvikudag kl 18:15. Líklegt er að andstæðingar Íslands verði þar hið ógnarsterka lið Þýskalands. 

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -