spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Ísland ákveður að spila leikinn gegn Slóveníu - Ekkert smit innan íslenska...

Ísland ákveður að spila leikinn gegn Slóveníu – Ekkert smit innan íslenska liðsins

Ísland leikur kl. 15:00 í dag gegn Slóveníu í undankeppni EuroBasket 2021 í sóttvarnarbúbblu FIBA í Grikklandi. Fyrir leikinn hefur Ísland tapað báðum leikjum sínum í riðlinum á meðan að Slóvenía hefur unnið báða.

Einhverjar áhyggjur hafa verið með framkvæmd leiksins í ljósi heimsfaraldurs Covid-19, en KKÍ hafði mótmælt tímasetningu þessa landsliðsglugga síðan hann var settur á í haust.

Áhyggjur sambandsins jukust svo ennfrekar þegar að ljóst var að einstaklingar innan allra liða nema Íslands hefðu greinst með Covid-19, þar á meðal tvö smit hjá Slóveníu og eitt hjá mótherjum liðsins á laugardaginn, Búlgaríu.

Samkvæmt fréttatilkynningu í morgun mun enginn leikmaður Íslands hafa greinst með veiruna, sem og hefur enginn úr íslenska fararteyminu heldur greinst með hana. Tilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan.

Hér má sjá hóp liðsins í dag


Tilkynning KKÍ:

Í dag kl. 15.00 að íslenskum tíma mætast Ísland og Slóvenía í undankeppni EuroBasket Women’s 2021. Leikurinn fer fram á Grikklandi og verður hann sýndur beint á RÚV.


Slóvenía verður verðugur andstæðingur þar sem þær eru í öðru sæti styrkleikalista FIBA evrópskra kvennaliða um þessar mundir.

Eins og komið hefur fram eru leikirnir í sérstökum „búbblum“ en alls eru níu riðlar leiknir á 6 leikstöðum víðs vegar um Evrópu sem lúta ströngum reglum, bæði fyrir komu og á meðan dvalið er þar, frá FIBA.

Liðin hafa farið í nokkrar COVID skimanir og test í og fyrradag fóru allir í test sem leika í riðli með Íslenska liðinu.

Allir í íslenska hópnum, leikmenn og fararteymi, reyndust neikvæði, en í liðum andstæðinganna greindust tvo smit hjá Slóveníu og eitt hjá Búlgaríu.
Þeir einstaklingar yfirgáfu hótelið og fór á annað hótel og verða ekki meira með. Allir aðrir í þeim liðum voru prufaðir og reyndust allir neikvæðir sem eftir voru.
Samkvæmt sóttvarnarreglum FIBA og reglum fyrir þessa leikstaði er þar með leikfært og leikir skulu leiknir.

KKÍ mótmælti enn einu sinni að leikirnir færu fram í ljósi þessara smita en FIBA tók ekki tilliti til mótmæla Íslands en við vorum eina þjóðin í öllum riðlunum sem mótmælti að haldið yðrði áfram og leikirnir leiknir, en um smit var að ræða einnig á hinum leikstöðunum, samtals í fjórum „bubblum“.

KKÍ þakkar ÍSÍ og Sóttvarnar- og almannavörnum fyrir góða aðstoð að heiman og mikilvægt var að finna fyrir leikmennina og fylgdarlið öflugan stuðning þessara aðila.Allur hópurinn sem úti er hefur rætt málið mjög vel og vel farið yfir stöðuna og hefur hópurinn ákveðið að mæta til leiks og spila fyrir land og þjóð.

KKÍ er leikmönnum og fylgdarliði afar þakklátt fyrir það sem þau leggja á sig fyrir Ísland og íslenskan körfubolta.

Hópurinn sendir góðar kveðjur heim til Íslands!

Fréttir
- Auglýsing -