Undir 20 ára lið kvenna lagði Írland í dag í 8 liða úrslitum Evrópumótsins í Sófíu í Búlgaríu, 88-45. Óhætt er að segja að hversu stór sigur Íslands var gegn Írlandi hafi komið nokkuð á óvart, en í lok júní mættust liðin á opnu Norðurlandamóti í Södertalje, þar sem Írland hafði öruggan sigur.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Agnes María Svansdóttir með 26 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Henni næst var Eva Wium Elíasdóttir með 21 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.
Með sigrinum tryggði Ísland sig áfram í undanúrslit keppninnar, en liðið var jafnt bæði Írlandi og Úkraínu að sigrum í 2.-4. sæti milliriðilsins, en fer áfram á innbyrðisstöðu. Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða liði þær mæta í undanúrslitunum, en það verður annaðhvort Belgía eða Holland og mun leikurinn far fram komandi laugardag 13. júlí.
Upptaka af leiknum: