spot_img
HomeFréttirÍsinn brotinn!

Ísinn brotinn!

 
Eftir níu tapleiki í röð eru María Ben Erlingsdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu UTPA loksins komnar á rétta braut. UTPA hafði nauman spennusigur gegn Jackson State skólanum 49-48.
María var ekki í byrjunarliðinu í þetta skiptið en lék engu að síður í 37 mínútur í leiknum og skoraði 10 stig og tók 7 fráköst ásamt því að stela tveimur boltum og verja eitt skot.
 
Vafalaust þungu fargi létt af liði UTPA þessa stundina en næsti leikur liðsins er gegn Missouri skólanum þann 10. desember næstkomandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -