Ísak Máni Wíum mun áfram stýra liði ÍR í 1. deild karla á komandi leiktíð. Þetta herma staðfestar heimildir Körfunnar.
Ísak tók við uppeldisklúbb sínum fyrir þessa leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari árið þar áður. Á nýliðinni leiktíð stýrði Ísak liðinu í 11. sæti Subway deildarinnar og er liðið fallið í 1. deild.
Stefnan er væntanlega sett á að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu og er Ísaki falið það hlutverk. Ísak er 23. ára þjálfari sem hefur þjálfað hjá ÍR í mörg ár og er meðal okkar efnilegustu þjálfara.