Valur lagði ÍR í kvöld eftir tvær framlengingar í Subway deild karla, 102-97. Eftir leikinn er Valur í efsta sæti deildarinnar með 32 stig á meðan að ÍR er í 11. sætinu með 10 stig.
Karfan spjallaði við Ísak Mána Wíum þjálfara ÍR eftir leik í Origo Höllinni um leikinn og þá leikmenn sem vantaði í hóp hans í kvöld, Sigvalda Eggertsson og fyrirliðann Sæþór Elmar Kristjánsson. Sigvalda sagði hann vera frá vegna veikinda, en Sæþór sagði hann hafa yfirgefið liðið og að honum þætti ekki líklegt að hann tæki frekari þátt með þeim í deildinni.