Ísak Örn Baldursson hefur samið við Fjölni um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Fjölnir lék í Dominos deildinni á tímabili, en féll aftur niður í þá fyrstu áður en að mótinu var svo að lokum aflýst vegna Covid-19 faraldursins.
Ísak kemur til liðsins frá uppeldisfélagi sínu í Snæfelli, þar sem hann skilaði 8 stigum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni á síðasta tímabili. Þá hefur hann verið hluti af yngri landsliðum Íslands, síðast með undir 16 ára liði drengja síðasta sumar.
Við erum að byggja á ungum leikmönnum á komandi tímabili og bjóðum velkominn í okkar hóp Ísak Örn Baldursson.