spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÍsak Máni framlengir við ÍR

Ísak Máni framlengir við ÍR

ÍR hefur framlengt samningi sínum við Ísak Mána Wíum um yfirþjálfun yngri flokka, en ísak er einnig þjálfari fyrstu deildar kvenna liðs félagsins. Tilkynningu félagsins má lesa hér fyrir neðan, en í henni er tekið fram að Ísak hafi upphaflega tekið við starfinu fyrir síðasta tímabil og að uppgangur í yngri flokkum félagsins hafi verið mikill á síðustu árum.

Fréttatilkynning:

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur gengið frá áframhaldandi samningi við Ísak Wíum um að gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka.

Samningurinn mun gilda næstu þrjú keppnistímabil eða út tímabilið 2023-2024.

Ísak tók við stöðunni fyrir síðasta tímabil og hóf hann þá að stýra stefnumótun fyrir yngri flokka starf deildarinnar. Ísak er jafnframt á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokks kvenna, sem er í toppbaráttu 1. deildar og er liðið að gera harða atlögu að sæti í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Undanfarin tvö ár hefur hann sömuleiðis starfað hjá KKÍ sem aðstoðarþjálfari U15 landsliðs karla. Mikill uppgangur hefur verið í yngri flokka starfi félagsins undanfarin ár og fjöldi iðkenda sjaldan verið jafn mikill. Samningurinn við Ísak er mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu og er mikil tilhlökkun fyrir komandi árum.

Fréttir
- Auglýsing -