Einn leikur fór fram í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla í kvöld. ÍR lagði Sindra á Höfn í Hornafirði, 73-85. ÍR eru því komnir með tvo sigra í úrslitaeinvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig upp í Subway deildina. Þriðji leikur liðanna fer fram komandi sunnudag 12. maí í Skógarseli.
Karfan spjallaði við Ísak Mána Wíum þjálfara ÍR eftir leik á Höfn.