"Ég held að það sé góður möguleiki" sagði Isaiah Thomas leikmaður Boston Celtics spurður út í það hvort Kevin Durant gæti mögulega valið það að koma til Celtics. "Ég er að reyna að hjálpa til og hvísla að honum allt það góða við að vera hjá Boston. Líklega er mikið álag á honum (Durant) núna og allir að koma sínum sjónarmiðum að og reyna fá hann í sitt lið. En við eigum gott samband ég og hann og vonandi get ég sannfært hann að koma til Boston og við gætum bætt við fána númer 18 í rjáfur "Garðsins". sagði Isaiah Thomas enn fremur.
Durant er með lausan samning og á í raun eftir á ákveða sig hvar hann spili næsta tímabil þó svo að Oklahoma hljóti að koma lang sterkast til greina þar sem hann mun þéna langt mest. En líkast til öll lið deildarinnar ætla sér að reyna við kappann en jafn líklega eru ekki mörg sem koma til greina hjá kappanum. Celtics hafa vissulega hefðina og fínan mannskap í að gera atlögu að titilnum ef þeir fengju Durant til liðs við sig.
"Hefðin hér hjá Boston Celtics er engu lík og það er heiður fyrir mig að klæðast þessari treyju. Ég hef svo sem ekki spilað hjá Knicks eða Lakers en það sem ég hef séð og upplifað hjá Boston er hreint ótrúlegt. Þetta segi ég honum Kevin en reyni samt að vera ekki of ýtin." sagði Thomas að lokum.
Fróðlegt verður að vita hvað gerist á leikmannamarkaðnum í kjölfar háskólavalsins í gær en oftar en ekki fara af stað skipti milli liða með efstu menn sem eru valdir og Boston