spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaIsabella Ósk frá næstu vikurnar

Isabella Ósk frá næstu vikurnar

Miðherji Breiðabliks og íslenska landsliðsins Isabella Ósk Sigurðardóttir verður frá næstu vikurnar samkvæmt heimildum Körfunnar.

Isabella meiddist á ökkla eftir aðeins 17 mínútna leik gegn Fjölni í Dalhúsum í fyrstu umferð Subway deildarinnar og mun vera með afrifubrot á honum, en samkvæmt sjúkraþjálfara mun það taka hana 6-8 vikur fyrir hana að komast aftur af stað.

Það munar um minna fyrir Breiðablik, en í 21 leik fyrir þær á síðasta tímabili skilaði Isabella 11 stigum og 14 fráköstum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -