spot_img
HomeFréttirÍS tekur á móti Hamri í kvöld

ÍS tekur á móti Hamri í kvöld

10:50 

{mosimage}

 

 

Einn leikur fer fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar ÍS tekur á móti botnliði Hamars í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Stúdínur eru 4. sæti deildarinnar með 12 stig en Hamar er á botninum með aðeins 2 stig. Nokkuð ljóst er hvaða lið komast inn í úrslitakeppnina þetta árið og er hæpið að Breiðablik nái ÍS að stigum og komist í úrslitakeppnina en til þess þurfa Blikar að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Fallbaráttan stendur á milli Breiðabliks og Hamars en Blikakonur hafa 4 stig en Hamar 2. Sigur í kvöld myndi óneitanlega vænka stöðu Hamars í deildinni.

 

Stúdínur eru nokkuð fastar að því er virðist í 4. sæti deildarinnar og ef farið væri til úrslitakeppninnar í dag mynu ÍS mæta Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allt bendir til þess að svo verði eftir frækinn bikarsigur Hauka í Laugardalshöll um síðustu helgi.

Fréttir
- Auglýsing -