spot_img
HomeFréttirÍS jafnaði metin

ÍS jafnaði metin

10:47

{mosimage}

ÍS vann Hauka í gær, 84-74, og hafa þar með jafnað metin 1-1 í einvígi liðanna. Ótrúleg barátta Stúdína skilaði þeim sigri en þær voru 15 stigum undir á tímabili.

Haukar voru betri aðili fyrri hálfleiks og leiddu með 11 stigum í hálfleik, 29-40. En í þeim seinni voru Stúdínu betri aðilinn og með ótrúlegri seiglu náðu þær að jafna leikinn 67-67 og komast yfir 69-67. Eftir það létu þær forystuna ekki af hendi og uppskáru góðan sigur.

Góð hittni og öflug vörn var aðalsmerki ÍS þegar þær unnu upp muninn gegn Haukum og áttu Hafnfirðingar fá svör. Þær klúðruðu opnum færum og sóttu lítið á sterka vörn ÍS. Á lokamínutu leiksins virtist sigurinn vera í höfn hjá ÍS en þær leiddu með 8 stigum, 79-71. En Haukar gáfust ekki upp og náð að gera þessa síðustu leikmínútu ótrúlega spennandi. Helena Sverrisdóttir setti niður þrist til að minnka muninn í 5 stig og fljótlega eftir það stálu þær boltanum undir körfu ÍS. Ifeoma Okonkwo stökk upp í sniðskot en ákvað í miðri hreyfingu að gefa hann. Sendingin geigaði og ÍS náðu boltanum. Haukar brutu til að senda ÍS á línuna og það var Stella Kristjánsdóttir sem innsiglaði sigur Stúdína með tveimur vítaskotum í blálokin.

Hjá ÍS var Casey Rost öflug með 31 stig og Stella Kristjándóttir var ótrúlega sterk í lokaleikhlutanum en hún skoraði alls 20 stig.

Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir sterk með 27 stig en þrátt fyrir það stóð enginn uppúr í liði Hauka.

Tölfræði leiksins

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -