spot_img
HomeFréttirÍris Ásgeirsdóttir íþróttakona Hveragerðisbæjar 2011

Íris Ásgeirsdóttir íþróttakona Hveragerðisbæjar 2011

Hveragerðisbær hefur útnefnt Írisi Ásgeirsdóttur sem íþróttakonu bæjarins fyrir árið 2011 en valið var kunngjört þann 30. desember síðastliðinn. Íris er komin heim eftir þróunarstarf í Tanzaníu og mun hún spila með Hamri seinni hluta tímabilsins í Iceland Express deild kvenna.
Í umsögn um Írisi á heimasíðu Hveragerðisbæjar segir:
 
Íris hefur verið burðarás í kvennakörfunni hér í Hveragerði til fjölda ára. Hún hóf feril sinn í barna og unglingastarfinu og lék með glæsibrag upp alla flokka. Hún var fyrirliði meistaraflokks kvenna á síðustu leiktíð þegar stelpurnar urðu deildarmeistarar Iceland Express deildarinnar 2011. Með því var stærsti titill Körfuknattleiksdeildar Hamars, hingað til, í höfn.
 
www.hveragerdi.is
 
   
Fréttir
- Auglýsing -