Hveragerðisbær hefur útnefnt Írisi Ásgeirsdóttur sem íþróttakonu bæjarins fyrir árið 2011 en valið var kunngjört þann 30. desember síðastliðinn. Íris er komin heim eftir þróunarstarf í Tanzaníu og mun hún spila með Hamri seinni hluta tímabilsins í Iceland Express deild kvenna.
Í umsögn um Írisi á heimasíðu Hveragerðisbæjar segir:
Íris hefur verið burðarás í kvennakörfunni hér í Hveragerði til fjölda ára. Hún hóf feril sinn í barna og unglingastarfinu og lék með glæsibrag upp alla flokka. Hún var fyrirliði meistaraflokks kvenna á síðustu leiktíð þegar stelpurnar urðu deildarmeistarar Iceland Express deildarinnar 2011. Með því var stærsti titill Körfuknattleiksdeildar Hamars, hingað til, í höfn.
www.hveragerdi.is