ÍR-ingar tóku á móti Grindavík í Bónus deild karla í kvöld í fyrsta leik liðanna árið 2025.
Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og höfðu níu stiga forskot í hálfleik, 39-48. Heimamenn bitu í skjaldarrendur í þriðja fjórðungi og höfðu tveggja stiga forskot að honum loknum. Undir lok venjulegs leiktíma var leikurinn í járnum og fór svo að framlengja þurfti í stöðunni 82-82.
Í framlengingunni voru heimamenn í ÍR svo mun sterkari aðilinn og náður þeir að lokum að tryggja sér sigurinn, 98-90.
Eftir leikinn er Grindavík í 4. til 7. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan ÍR er einum sigurleik fyrir neðan í 8. til 9. sætinu með 10 stig.
ÍR: Matej Kavas 26/8 fráköst, Jacob Falko 19/9 fráköst/10 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/9 fráköst, Oscar Jorgensen 11, Dani Koljanin 10/6 fráköst, Zarko Jukic 10/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 7/5 stolnir, Collin Anthony Pryor 4/4 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 0, Jónas Steinarsson 0, Aron Orri Hilmarsson 0, Magnús Dagur Svansson 0.
Grindavík: Devon Tomas 21/6 fráköst, Daniel Mortensen 21/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/9 fráköst, Valur Orri Valsson 14/7 fráköst/11 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 10, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Jordan Aboudou 3/5 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Einar Snær Björnsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.
Myndasafn (Atli Mar)