Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum fyrstu deildar karla í dag.
ÍR lagði Þór í Höllinni á Akureyri og á Höfn í Hornafirði höfðu heimamenn í Sindra betur gegn Fjölni. Bæði ÍR og Sindri því með tvo sigra og geta með sigri í næsta leik tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið um sæti í Subway deildinni.
Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.
Leikir dagsins
Fyrsta deild karla – Undanúrslit
Þór Akureyri 89 – 100 ÍR
ÍR leiðir 2-0
Sindri 91 – 88 Fjölnir
Sindri leiðir 2-0