spot_img
HomeFréttirÍR Íslandsmeistari í 12. flokki karla

ÍR Íslandsmeistari í 12. flokki karla

ÍR varð fyrir helgina Íslandsmeistari í 12. flokki karla eftir sigur gegn Breiðablik í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna í Smáranum, 84-81. Úrslit 12. flokks voru nú í fyrsta skipti leikin sem sería þar sem vinna þurfti tvo leiki til að verða Íslandsmeistari, og að þessu sinni höfðu ÍR-ingar betur 2-0. ÍR vann fyrsta leikinn í TM hellinum 109-100 og tryggðu sér titilinn með 84-81 sigri í hörkuspennandi leik í Smáranum. Friðrik Leó Curtis var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði 19,5 stigum, 13,5 fráköstum og 4,5 vörðum skotum í einvíginu.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýkrýndum Íslandsmeisturunum ásamt þjálfurum sínum Daða Steini Arnarssyni og Hákoni Erni Hjálmarssyni.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -