spot_img
HomeFréttirÍR-ingar lítil fyrirstaða fyrir Þórsara

ÍR-ingar lítil fyrirstaða fyrir Þórsara

Þór tók á móti ÍR í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í Lengjubikar karla. Leikurinn fór rólega af stað. ÍR ingar voru skrefinu á undan allan fyrsta leikhlutann og náðu mest 8 stiga forskoti. Heimamenn komu þó til baka og náðu að laga stöðuna. Staðan eftir 1. leikhluta var 24-27 fyrir gestina úr Breiðholtinu.
 
Jafnræði var með liðunum framan af 2. leikhluta en þegar var komið undir miðjan leikhlutann þá koma Ben nokkur Smith og setti niður þrjá þrista á rúmri mínútu og kom heimamönnum 7 stigum yfir í stöðunni 43-36. Þá var eins og allur vindur væri úr gestunum. Heimamenn gengu á lagið og þegar flautan gall var staðan í hálfleik 54-40 Þórsurum í vil. Þór vann þennan leikhluta 30-13 og lagði grunnin að sigrinum með frábærri vörn og góðum sóknarleik.
 
Þórsarar héldu áfram að byggja ofan á þetta forskot í 3. leikhluta. ÍR-ingar virtust ekki hafa mikin áhuga á því að spila vörn og fengu aðeins dæmdar á sig 13 villur í öllum leiknum. Staðan eftir 3. Leikhluta var 77-58 heimamönnum í vil.
 
Lítil spenna var eftir í leiknum í fjórða leikhluta og virtust bæði lið vera að bíða eftir því að leikurinn myndi klárast. Áhorfendur kættust þó yfir góðum leik frá Emil Karel Einarssyni sem kom sterkur inn og nýtti tækifærið sitt mjög vel í kvöld. Aftur kættust þeir mikið þegar Þorsteinn Már Ragnarsson kom inn á völlinn í fyrsta skiptið í vetur eftir erfið meiðsli. Leikurin fjaraði svo út í róleg heitum. Lokastaðan 100-76 heimamönnum í vil.
 
Atkvæðamestir hjá Þór: Ben Smith 26 stig, 5 frák. og 5 stoðs. Darrel Flake kom næstur með 20 stig og 8 frák. Emil 14 stig, 4 fráköst. Darri 14 stig, 3 frák, 3 stoð. og 5 stolna bolta. Darri var líka ásamt því að spila frábæra vörn með 70 % skotnýtingu. Robert Diggs 12 stig og 11 frák. Grétar 6 stig, 8 frák og 6 stoðs. Baldur 4 stig, 3 stoðs. og var reyndar með 7 taðaða bolta. Gummi 2 stig, 3 frák og 4 stoðs. Þorsteinn 2 stig og 3 fráköst.
 
Atkvæðamestir hjá ÍR: Eric 17 stig og 4 frák. Sovic 17 stig og 7 frák. Hjalti 11 stig og 5 frák. Hreggviður 11 stig. D´andre 5 stig og 6 stoðs. Vilhjálmur 4 stig. Þorvaldur 4 stig og 6 frák. Tómas 4 stig. Ellert 2 stig og Þorgrímur 1 stig.
 
Þórsarar eru efstir í riðlinum eftir fyrstu tvo leikina með 4 stig, ÍR og Njarðvík eru með 2 stig hvort. Valur rekur lestina ekkert stig.
 
Mynd/ Davíð Þór: Benedikt Guðmundsson les sínum mönnum pistilinn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld.
 
Umfjölun/ HH  
Fréttir
- Auglýsing -