spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍR hélt í toppsætið með sigri á Flúðum

ÍR hélt í toppsætið með sigri á Flúðum

Hrunamenn tóku á móti ÍR í fyrsta leik ársins 2024 á Flúðum. Þjálfari liðsins sat af sér leikbann og liðinu var stýrt af fyrrum leikmönnum liðsins, Hauki Hreinssyni og Orra Ellertssyni. Hrunamenn tefldu fram nýjum/gömlum leikmanni. Sam Burt sem lék með Snæfelli fyrir áramótin en með Hrunamönnum á síðustu leiktíð skrifaði undir samning við Hrunamenn fyrir skemmstu. Meiðsli héldu Hringi Karlssyni leikmanni Hrunamanna frá þátttöku í leiknum. 

Hrunamenn skorðuðu 92 stig í leiknum en ÍR liðið gerði enn betur því það skoraði 116 stig. ÍR reyndi að hafa leikinn hraðan en Hrunamenn hægan. ÍR liðið var betra á flestum sviðum leiksins. Fjöldi stuðningsmanna fylgdi Breiðhyltingum austur í Hrunamannahrepp og lét vel í sér heyra og heimamenn fjölmenntu líka í stúkuna. Stemmningin lofar góðu fyrir framhaldið.

Stigahæstu leikmenn ÍR:

Oscar Jörgensen 23

Lamar Morgan 18

Zarko Jukic 15

Friðrik Leó Curtis 15

Collin Pryor 14

Lúkas Stefánsson 12

Atkvæðamestir Hrunamanna:

Chance Hunter 23 stig

Aleksi Liukko 18 stig, 12 fráköst

Eyþór Orri Árnason 11 stig, 8 stoðsendingar

Tölfræði leiks

Myndasafn (Brigitte Brugger)

Fréttir
- Auglýsing -