Hér verður birt bein textalýsing frá leik ÍR og Grindavíkur í fimmtu umferð Dominosdeildarinnar.
20:49 – Stigahæstu menn – verður áhugavert að sjá hvort tölfræði leiksins reynist rétt á töflunni eða á Live stattinu því tölunum fer ekki saman um stigaskor.
ÍR – Eric Palm með stórleik, 35 stig en næstu menn voru Nemanja Sovic með 24 stig og D’Andre Williams með 14 stig.
Grindavík – Zeglinski með 28 stig, Jóhann Árni Ólafsson með 22 stig og Þorleifur Ólafsson með 15 stig
20:49 – Síðustu skot Grindavíkur geiga. ÍR vinnur góðan 6 stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur. 105-99
20:47 – Grindavík tekur leikhlé, 105-99. 12,5 sekúndur eftir. Er þetta hægt?
20:46 – 12 sekúndur eftir og aftur er Eric Palm sendur á línuna. Zeglinski setti tvö víti fyrir Grindavík áðan og minnkaði muninn niður í 4 stig. Eric breytti því aftur í 6 stig.
20:45 – 23 sekúndur eftir og Eric Palm var sendur á línuna, hann nýtti bæði skotin og forskot heimamanna því ennþá 6 stig, 103-97.
20:43 – D’Andre Williams hefur fengið blóðnasir og fær ekki að spila síðustu 40 sekúndurnar, jafnvel þó hann sé með pappír sem stöðvar blæðinguna.
20:42 – Leikhlé ÍR, 40 sekúndur eftir og 6 stiga forskot. Það verður eitthvað magnað ef Grindavík tekst að snúa þessu sér í hag.
20:40 – Þetta fer að verða einvígi Sovic og Zeglinski þar sem þeir hreinlega skiptast á að skora. Sovic er með tvö sóknarfráköst á stuttum tíma og skilar þeim báðum ofaní. Zeglinski er maðurinn sem skilar boltanum ofaní fyrir gestina.101- 95 þegar 40 sekúndur eru eftir.
20:39 – Sovic var ekki ánægður, setti þrist í næstu sókn, 99-91.
20:37– Grindvíkingar pressa hátt á völlinn og ætla að reyna að þvinga mistök frá bakvörðum heimamanna. Varnartaktíkin virtist bera árangur þar sem fyrstu tvær tilraunir ÍR við hana gengu ekki og á meðan skoraði Zeglinksi þrist, 96-91.
20:36 – Þrigga stiga sýning hjá ÍR, D’Andre Williams setti næsta þrist fyrir ÍR og aðeins um þrjár mínútur eftir af leiknum. Jón Arnar tekur þá leikhlé fyrir heimamenn þegar tvær mínútur og 45 sekúndur eru eftir. 96- 87.
20:35 – Grindvíkingar héldu að þeir væru með svar við Sovic þegar Zeglinski setti niður þrist en Sovic svaraði um hæl, 93-83.
20:32 – Sovic er sjóðandi fyrir utan þriggja stiga línuna, 90-80 fyrir ÍR eftir þrist frá Nemanja Sovic.
20:29 – Sovic á næstu þrjú stig leiksins og fiskar ruðning á Sigurð Þorsteins í næstu sókn, þetta fellur allt með ÍR þessa stundina. 85-76.
20:28 – Eric Palm átti held ég tilþrif leiksins í aðdraganda síðustu körfu ÍR fyrir leikhlé þegar hann gaf á Nemanja Sovic blindandi sendingu fyrir aftan bak. Sovic setti sniðskotið öruggur ofaní við mikinn fögnuð heimamanna.
20:27 – ÍR-ingar voru alveg að renna út á tíma í sókninni þegar Sveinbjörn Claessen setti þrist og kveikti allhressilega í stuðningsmönnum ÍR. Heimamenn skoruðu einnig næstu tvö stig leiksins og Grindavík tók í kjölfarið leikhlé, 82-76.
20:25 – Hnífjafn leikur þegar tvær mínútur eru liðnar af fjórða leikhluta, 75-75.
20:22 – Grindavík byrjar fjórða leikhluta á því að taka forskotið í leiknum, 73-74, en það var Samuel Zeglinski sem skoraði stigin þrjú.
20:19 – Það stefnir allt í æsispennandi fjórða leikhluta hérna í Heartz Hellinum þar sem það munar aðeins tveimur stigum á liðunum á eftir þrjá leikhluta, 73-71. Leikklukkan lék ÍR-inga grátt þar sem vantar nokkur ljós í klukkuna og þegar hún segir sjö lítur út eins og þar standi einn. Eric Palm tók því mjög ótímabært skot þegar sjö sekúndur voru eftir en hann taldi að aðeins ein sekúnda væri eftir. Grindavík tókst þó ekki að nýta sér það því seinasta skot þeirra geigaði líka.
20-14 – Grindavík hefur tekið við sér og ætlar greinilega ekki að gefa ÍR mikið meira. Það munar 6 stigum á liðunum þegar það eru 2 og hálf mínúta eftir – 66-60.
20:10 – Grindavík er hreinlega í bullandi vandræðum. Þegar þriðji leikhluti er hálfnaður er forskot ÍR komið upp í 8 stig, 63-55 og ÍR á boltan.
20-08 – ÍR eru allt í öllu í byrjun þriðja leikhluta, þeir hafa skorað 15 stig gegn 3 stigum Grindavíkur, 59-55.
20:05 – Eric Palm jafnaði leikinn, 55-55, þegar tvær og hálf mínúta var liðin af þriðja leikhluta. Grindavík tók leikhlé um leið. Eric er núna kominn með 19 stig í leiknum.
20:03 – ÍR hefur minnkað muninn niður í 2 stig með fyrstu 6 stigum leikhlutans, 50-52. Jóhann Ólafsson svaraði um hæl fyrir utan þrigga stiga línuna, 50-55.
20:01 – Leikurinn er hafinn á ný, ÍR byrjar með boltan. Eric Palm setti fyrstu stig þriðja leikhluta og Þorvaldur Hauksson næstu tvö. Þorvaldur fékk þá góða aðstoð frá dómara leiksins sem “screen-aði” varnarmann Grindavíkur þegar Þovaldur brunaði í hraðaupphlaup.
19:59 – Ef vel er að gáð má sjá nokkra “Hall of fame” ÍR-inga í húsinu í kvöld. Meðal annars má finna Herbert Arnarson og Eirík Önundarson.
19:57 – Live statt er samkvæmt ÍR-ingum ekki áreiðanlegt þar sem mistókst að setja rétt nöfn á númer áður en leikurinn hófst. Þar er hægt að sjá heildartölur leiksins þó ekki sé hægt að sjá framgang allra leikmanna leiksins.
19:54 – Grindvíkingar höfðu greinilega ekki mikið að ræða í hálfleik því liðið er allt mætt aftur út í upphitun 5 mínútum eftir að flautað var til hálfleiks.
19:51 – Stigahæstir í hálfleik – ÍR 44 – 52 Grindavík
ÍR – Eric Palm með 12 stig, D’Andre Williams með 9 stig og Hreggviður Magnússon með 8 stig.
Grindavík – Sigurður Þorsteinsson með 11 stig, Aron Broussard með 10 stig og Þorleifur Ólafs með 8 stig.
19:49 – Forskot Grindavíkur var komið niður í 3 stig þegar þeir tóku við sér. Þeir skoruðu 7 stig gegn síðust tveimur stigum ÍR og munurinn á liðunum í hálfleik því 8 stig, 44-52. Eric Palm setti síðustu stig fyrri hálfleiks með laglegu sniðskoti sem lítur út fyrir að vera hans sérgrein.
19:43 – Sóknarfráköstin eru að reynast Grindavík vel, en þeir hafa tekið 6 sóknarfráköst gegn 5 varnarfráköstum ÍR. Munur sem á eftir að reynast ÍR erfiður ef ekkert breytist. 39-44 og þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleik.
19:40 – ÍR hefur minnkað forskot gestana niður í 4 stig þegar annar leikhluti er hálfnaður, 37-41. Í þeim skrifuðu orðum setti þó Sigurður Þorsteins stutt skot ofaní og vítið að auki, 37-44.
19:37– Eric Palm er búinn að brjóta sér leið framhjá Grindavíkur vörninni í þrígang á glæsilegan máta, tvisvar kláraði hann með sniðskoti og eitt skiptið var stoðsending á Sovic. Grindavík svarar hins vegar alltaf um hæl. 27-37 eftir þrjár mínútur í öðrum leikhluta
19:35 – D’Andre Williams á siðustu tilraun fyrsta leikhluta langt fyrir aftan miðju sem er alls ekki langt frá því að detta, 21-27. Grindavík hefur hitt ótrúlega vel og leiðir því verðskuldað. Það þarf hins vegar ekki mikið að breytast hjá heimamönnum til þess að þeir svari leik Grindavíkur.
19:30 – Ef Live-stattið er að birtast ykkur eins og það er að birtast mér er tæknin eitthvað að stríða Breiðhyltingunum. Rétt statistik yfir stigaskor er hins vegar :
ÍR – Eirc Palm með 6 stig, Hreggviður Magnússon með 5 stig og Hjalti Friðriksson með 4 stig.
Grindavík – Aron Broussard, Þorleifur Ólafsson og Sigurður Þorsteins eru allir jafnir með 8 stig.
19:29 – Grindavík hafa varla klikkað úr skoti í 4-5 mínútur og eru komnir með 9 stiga forskot, 18-27. ÍR-ingar taka leikhlé og fara yfir málin
19:28 – Hlutirnir eru fljótir að gerast hérna í Heartz hellinum, leikurinn er hraður og skemmtilegur, bæði lið að hitta mjög vel. Sigurður Þorsteins kemur Grindavík í fjögurra stiga forskot með laglegu sniðskoti eftir hraðaupphlaup, 18-22.
19:27 – Þorleifur skorar laglega “fade-away” og kemur Grindavík í þriggja stiga forskot, 13-16
19:24 – Grindavík tekur forustuna í fyrsta skiptið í leiknum, 12-13 og fyrsti leikhluti er hálfnaður
19:20 – 8-4 fyrir ÍR, Hreggviður Magnússon kominn með 5 stig.
19:18 – Liðin skiptast á fyrstu stigum leiksins. 5-4 fyrir ÍR eftir eina og hálfa mínútu.
Byrjunarliðin :
ÍR- Hjalti, Hreggviður, Palm, Williams, Þorvaldur
Grindavík – Sigurður, Zegilnski, Broussard, Jóhann, Þorleifur