10:25
{mosimage}
(Eiríkur Öndunarson var með 20 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir ÍR í gær)
Í gærkvöld tóku Þórsarar á móti ÍR-ingum í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri. Staða liðanna fyrir leikinn var gjörólík, ÍR-ingar að berjast fyrir úrslitakeppninni á meðan heimamenn voru að berjast um að reyna bjarga sér frá falli. Fyrir leikinn var búist við hörkuleik og varð það raunin í gær. Bæði lið spiluðu fínan körfubolta og spenna hélst allan leikinn, hins vegar voru ÍR-ingar sterkari á lokakafla leiksins og unnu mikilvægan 90-96 sigur.
Heimamenn byrjuðu þó betur en ÍR-ingar og skoraði Óðinn Ásgeirsson fjögur fyrstu stig leiksins. ÍR-ingar vöknuðu þó fljótt og fóru að spila sinn leik. Liðin skiptust á að skora og jafnt var með öllum tölum, en þó voru Þórsarar alltaf skrefinu á undan og leiddu leikinn með tveimur stigum er fyrsta leikhluta lauk.
ÍR-ingar komu sprækir í öðrum leikhluta og náðu fljótt sex stiga forystu, 24:30. ÍR-ingar héldu 3 6 stiga forystu allan annan fjórðung og nýttu þeir sínar sóknir virkilega vel og virtust eiga í litlum vandræðum með að komast í gegnum vörn heimamanna. Heimamenn náðu þó góðum endaspretti þar sem þeir minnkuðu muninn niður í 1 stig, 46:47 og þannig var staðan er liðin fóru inn í búningsklefa.
ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu sex stig hálfleiksins en Eiríkur Önundason átti stóran þátt í þessum góða spretti gestanna. Með fínni vörn og góðri skotnýtingu náðu ÍR-ingarnir smá saman að byggja upp ágætis forskot á heimamenn. Ólafur Þórisson var virkilega öflugur í liði gestanna í 3. leikhluta þar sem hann náði að skora frekar auðveldar körfur. Þórsurum virtust ganga frekar illa að stöðva ÍR-inganna sem nýttu öll sín skot og þegar þriðja leikhluta lauk voru gestirnir komnir með 8 stiga forystu, 61:69.
{mosimage}
Fjórði leikhluti var vægast sagt fjörlegur. Guðmundur Jónsson gaf tónin fyrir heimamenn er hann setti niður þriggja stiga körfu í upphafi fjórðungsins. Þórsarar smá saman bættu varnarleikinn sinn og sóknirnar gengu betur og heimamenn náðu fljótt að jafna og komast yfir, 83:82. Lokamínútur leiksins voru rafmagnaðar. Er ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir leiddu Þórsarar með einu stigi, 88:87. Það sem skildi liðin að í kvöld voru að ÍR-ingarnir settu mikilvægar körfur niður. Þegar 45 sekúndur voru eftir setti Sveinbjörn Claessen niður þriggja stiga körfu og kom gestunum í 88:91. Þórsarar náðu að svara strax og minnkuðu muninn niður í eitt 90:91 og allt var í járnum. Þegar um 20 sekúndur voru eftir setti Steinar Arason niður þrist og kom gestunum í 90:94 og kláraði þar með nánast leikinn. Daniel Bandy misnotaði síðan þriggja stiga skot og Þórsarar brugðu á það ráð að brjóta á ÍR-ingum. ÍR-ingar kláruðu síðan leikinn á vítalínunni og unnu því mikilvægan útisigur, 90:96.
Í liði heimamanna var Jón Orri Kristjánsson öflugur er hann setti niður 12 stig, einnig var Konrad Tota og Guðmundur Jónsson öflugir í sóknarleiknum. Guðmundur Jónsson sýndi það enn og aftur í kvöld hverstu góður leikmaður hann er. Daniel Bandy og Hrafn Jóhannesson átti einnig lipra spretti inn á milli.
ÍR-ingar spiluðu allir mjög vel. Sóknir ÍR-inga voru vel skipulagðar og þeir misnotuðu vart skot sín. Hreggviður Magnússon og Ómar Sævarsson voru öflugir undir körfunni á meðan Sveinbjörn Claessen, Ólafur Þórisson og Eiríkur Önundason áttu allir góða spretti og skiluðu mikilvægum stigum í hús. Fróðlegt verður að sjá þetta skemmtilega lið ÍR í úrslitakeppninni en hins vegar er brekkan orðið frekar brött fyrir Þórsara.
Texti: Sölmundur Karl Pálsson
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}