ÍR lagði Ármann með tveimur stigum fyrr í kvöld í fyrstu deild kvenna, 73-71.
Eftir leikinn eru ÍR enn taplausar eftir fjóra leiki í efsta sæti deildarinnar á meðan að Ármann er með þrjá sigra og tvö töp í 2.-4. sætinu.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn og spennandi. Ármann leiddi með 3 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-16 og þegar í hálfleik var komið var forysta þeirra komin í 7 stig, 28-35. Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur í ÍR þó að vinna forskotið niður og er allt jafnt eftir þrjá leikhluta, 51-51. Í lokaleikhlutanum var leikurinn svo áfram í járnum fram á lokamínútuna þegar að ÍR seig framúr. Ármann náði aðeins að klóra í bakkann á lokasekúndunum, en allt kom fyrir ekki, ÍR sigur, 73-71.
Atkvæðamestar fyrir heimakonur í leiknum voru Danielle Marie Reinwald með 21 stig, 21 frákast og Edda Karlsdóttir með 16 stig og 3 fráköst.
Fyrir Ármann var það Schekinah Sandja Bimpa sem dró vagninn með 27 stigum, 18 fráköstum og þá bætti Jónína Þórdís Karlsdóttir við 19 stigum og 11 fráköstum.
Myndasafn (Þorsteinn Eyþórsson)