spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÍR enn taplausar eftir spennuleik gegn Ármann

ÍR enn taplausar eftir spennuleik gegn Ármann

ÍR lagði Ármann með tveimur stigum fyrr í kvöld í fyrstu deild kvenna, 73-71.

Eftir leikinn eru ÍR enn taplausar eftir fjóra leiki í efsta sæti deildarinnar á meðan að Ármann er með þrjá sigra og tvö töp í 2.-4. sætinu.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn og spennandi. Ármann leiddi með 3 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-16 og þegar í hálfleik var komið var forysta þeirra komin í 7 stig, 28-35. Í upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur í ÍR þó að vinna forskotið niður og er allt jafnt eftir þrjá leikhluta, 51-51. Í lokaleikhlutanum var leikurinn svo áfram í járnum fram á lokamínútuna þegar að ÍR seig framúr. Ármann náði aðeins að klóra í bakkann á lokasekúndunum, en allt kom fyrir ekki, ÍR sigur, 73-71.

Staðan í deildinni

Önnur úrslit dagsins

Atkvæðamestar fyrir heimakonur í leiknum voru Danielle Marie Reinwald með 21 stig, 21 frákast og Edda Karlsdóttir með 16 stig og 3 fráköst.

Fyrir Ármann var það Schekinah Sandja Bimpa sem dró vagninn með 27 stigum, 18 fráköstum og þá bætti Jónína Þórdís Karlsdóttir við 19 stigum og 11 fráköstum.

Myndasafn (Þorsteinn Eyþórsson)

Fréttir
- Auglýsing -