spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍR einum leik frá titlinum!

ÍR einum leik frá titlinum!

Það var gjörsamlega stappað í DHL höllinni í kvöld þegar að ÍR mætti í heimsókn í leik þrjú í einvíginu um íslandsmeistaratitilinn. 1 – 1 í seríunni og allt opið.

KR-ingar leiddu þennan leik alveg frá miðjum fyrsta leikhluta eftir að ÍR byrjaði betur og voru með sirka 5-10 stiga forystu allan leikinn. Þangað til alveg í lokin þegar að ÍR komu til baka, settu leikinn í framlengingu og Sigurkarl setti flautuþrist til þess að klára leikinn. Ótrúlegar senur.

Stigahæstur ÍR var Kevin Capers með 26 stig og 6 stoðsendingar en hjá heimamönnum var Mike Di Nunno með 27 stig og 7 stoðsendingar.

Kjarninn

KR voru 9 stigum yfir þegar að einungis 2:30 lifðu leiks, en sóknarleikur liðsins var sérlega lélegur í lok leiksins. Bæði í 4ða leikhluta sem og í framlengingunni. ÍR spiluðu á sama tíma frábæra vörn og áttu fyllilega skilið að loka leiknum. Baráttan algerlega til fyrirmyndar.

Mómentið

Ótrúlegt atvik átti sér stað undir lok venjulegs leiktíma. Þá tekur Kevin Capers skot sem að Julian Boyd varði og Sigurður Þorsteinsson braut á Helga Magnússyni í kjölfarið. 1,6 sekúndur eftir og Helgi á leiðinni á línuna.

Eða hvað?

Dómarar leiksins fóru og skoðuðu villuna og breyttu henni í kjölfarið úr lausbolta villu í sóknarvillu sem þýddi að Helgi fór ekki á línuna. KR tókst ekki að skora eftir innkastið og framleng staðreynd.

Reglan?

Undirritaður fór á stúfana og finnur enga heimild í körfuboltareglunum til þess að breyta tegund villu. Það má hækka villu í óíþróttamannslega villu eða lækka óíþróttamannslega villu en hvergi kemur fram að það megi breyta tegund villunnar. Það er meira að segja sérstaklega tekið fram að það megi ekki breyta varnarvillu í sóknarvillu eftir að hafa skoðað myndband.

Næst?

Sigur eða sumarfrí fyrir ríkjandi Íslandsmeistara KR. ÍR vilja væntanlega ekki gefa þeim neina séns og vill klára þetta á heimavelli.

Svona á þetta að vera!

Tölfræði leiksins
Myndasafn: Þorsteinn Eyþórsson

Fréttir
- Auglýsing -